tisa: Eldri og vitrari

miðvikudagur, maí 31, 2006

Eldri og vitrari

Í gær varð ég tjáningur. Ég varð sautján ára.

Ég er ekki komin með bílpróf, en ég tek það á föstudaginn og mun vonandi ná því. Örvhenta genið í mér lætur mig stundum keyra vinstra megin. Það gæti orðið vandamál í prófinu.

En!

Afmælisgjöfin sem vann árið 2006 er . . . . . . . .

Rúðuvökvinn frá Ásgerði og Margréti. Það er samt ekki of seint að gefa mér afmælisgjöf og toppa þetta.

Svo þarf ég að fara að fjárfesta í bíl. Ég fékk mun meira útborgað en ég átti von á og kannski get ég bara keypt mér bíl núna, en ekki í júlí.

Það er frábært að vera ég í dag.

Til að toppa sæluna, þá er hreint í herberginu mínu. Það glansar. Og parketið sést.

Nú þarf ég bara að fara að versla af mér rassgatið. Og kannski læra smá, svo ég falli ekki á munnlega prófinu.

Maí er svo sannarlega bestastur, og sætastur. Ef ég ætti kött myndi ég nefna hann Maí .... eða Hildigunnur.

Farin að vera glöð.


Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 15:22

2 comments